Fjögur fræknu um helgina

Ungmennafélag GrindavíkurÍþróttafréttir

Undanúrslit Lengjubikars karla í körfubolta sem nefnd eru „fjögur fræknu” verða í Stykkishólmi um helgina. Grindavík mætir heimamönnum í Snæfelli á morgun, föstudag, kl. 20:30 og verður leikurinn í beinni útsendingu á Sport-TV.

 

Í hinni undanúrslitarimmunni mætast Tindastóll og Þór Þorlákshöfn kl. 18:00.

Úrslitaleikurinn fer svo fram á laugardaginn kl. 16:00 og verður leikurinn einnig í beinni útsendingu á Sport-TV.