Þrjár í æfingahópi U17

Ungmennafélag Grindavíkur Íþróttafréttir

Um næstu helgi verða úrtaksæfingar hjá U17 og U19 kvenna í knattspyrnu. Þrjár stelpur úr Grindavík eru í hópnum hjá U17. Úlfar Hinriksson er landsliðsþjálfari U17 og hefur boðað 35 stelpur á æfinguna. Í þeim hópi eru Guðný Eva Birgisdóttir og Helga Guðrún Kristinsdóttir auk þess að Ingibjörg Sigurðardóttir sem nú spilar með Breiðablik hefur líka verið boðuð.