Grindavík skellti Íslandsmeisturunum í framlengdum leik

Ungmennafélag GrindavíkurÍþróttafréttir

Grindavík lagði Íslands- og bikarmeistara Njarðvíkur á útivelli í framlengdum leik, 79-72. Crystal Smith fór mikinn í liði Grindavíkur og skoraði 37 stig auk þess að taka tólf fráköst. Lele Hardy skoraði 35 stig og tók 25 fráköst fyrir Njarðvík.

Lokasekúndur venjulegs leiktíma voru skrautlegar. Crystal Smith skoraði úr þremur vítaskotum og jafnaði metin nokkrum sekúndum fyrir leiksok, 65-65. Grindavík náði boltanum og brotið var á Helgu Rut Hallgrímsdóttur. Hún fékk tvö vítaskot til þess að klára leikinn en klikkaði á þeim báðum og því þurfti að framlengja.

Í framlengingunni náði Grindavík strax yfirhöndinni þar sem Smith og Helga voru áberandi í sóknarleiknum.

Njarðvík-Grindavík 72-79 (12-16, 13-12, 19-14, 21-23, 7-14)

Grindavík: Crystal Smith 37/12 fráköst/5 stoðsendingar/7 stolnir, Petrúnella Skúladóttir 20/13 fráköst, Helga Rut Hallgrímsdóttir 12/11 fráköst, Jóhanna Rún Styrmisdóttir 8/7 fráköst, Harpa Rakel Hallgrímsdóttir 2/4 fráköst.

Staðan:
1. Keflavík 10 10 0 782:625 20
2. Snæfell 10 8 2 768:617 16
3. KR 10 6 4 676:666 12
4. Valur 10 5 5 671:657 10
5. Haukar 10 3 7 663:732 6
6. Grindavík 10 3 7 655:735 6
7. Njarðvík 10 3 7 674:748 6
8. Fjölnir 10 2 8 682:791 4