Stórleikur nágrannaliðanna

Ungmennafélag GrindavíkurÍþróttafréttir

Grindavík og Keflavík mætast í lokaleik riðlakeppni deildarbikarsins í körfubolta kl. 19:15 í Röstinni. Mikið er í húfi því sigurliðið kemst í úrslitaleik keppninnar. Boðið verður upp á Mamma mía skot á milli leikhluta.

Þeir sem hitta fá 18 tommu flatböku og gos frá Mamma mía. Grindvíkingar eru hvattir til þess að hvetja strákana til dáða í kvöld.