Ingvi Þór í U15

Ungmennafélag GrindavíkurÍþróttafréttir

Þjálfarar U15 ára landsliðanna í körfubolta hafa valið endanlega 12 manna hópa sína sem taka þátt í Copenhangen Invitational í sumar, 13.-16. júní. Grindvíkingurinn Ingvi Þór Guðmundsson er þeim hóp.

Sigurpáll krækti í tvenn silfur

Ungmennafélag GrindavíkurÍþróttafréttir

Sigurpáll Albertsson vann tvenn silfurverðlaun á vormóti Júdósambands Íslands. Tveir fulltrúar frá Grindavík kepptu á mótinu, Marcin Ostrowski og Sigurpáll Albertsson. Marcin keppti í -66 kg flokki 15-16 ára. Hann vann fyrstu glímuna sína en gat svo ekki haldið áfram keppni vegna meiðsla og komst því ekki á verðlaunapall. Sigurpáll keppti í tveimur aldursflokkum. Í 17-19 ára flokki var hann …

Tekst Grindavík að tryggja sig inn í undanúrslitin?

Ungmennafélag GrindavíkurÍþróttafréttir

Grindavík getur tryggt sér sæti í undanúrslitum Íslandsmótsins í körfubolta ef liðinu tekst að leggja Skallagrím að vell þegar liðin mætist í Borgarnesi í kvöld kl. 19:15. Grindavík vann fyrsta leik liðanna eftir nokkurt basl og því ljóst að um hörku leik verður að ræða í kvöld.

Alvaran byrjar í kvöld

Ungmennafélag GrindavíkurÍþróttafréttir

Íslands- og deildarmeistarar Grindavíkur hefja titilvörnina í kvöld þega Páll Axel vilbergsson og félagar í Skallagrími koma í heimsókn í fyrsta leik átta liða úrslitanna. Leikurinn hefst kl. 19:15. Búist má við hörku leik enda eru Skallagrímsmenn ólíkindatól og geta tekið upp á hverju sem er séu þeir í stuði.   Ómar Örn Sævarsson hefur verið fjarverandi í Grindavíkurliðinu upp …

Grindavík burstaði Fjölni

Ungmennafélag GrindavíkurÍþróttafréttir

Grindavíkurstelpur áttu ekki í vandræðum með botnlið Fjölnis í úrvalsdeild kvenna í körfubolta í gærkvöldi. Grindavík vann með 19 stiga mun, 91-72. Staðan í hálfleik var 43-38. Með sigrinum komst Grindavík upp að hlið Njarðvík í 6. til 7. sæti deildarinnar. Ein umferð er eftir og ljóst að Grindavík siglir lygnan sjó í deildinni og kemst hvorki í úrslitakeppnina né …

Grindavík og Skallagrímur hefja leik á föstudag

Ungmennafélag GrindavíkurÍþróttafréttir

Úrslitakeppnin í körfubolta karla hefst í kvöld en Grindavík mætir Skallagrími annað kvöld (föstudag) í Röstinni kl. 19:15. Þá mætir Páll Axel Vilbergsson fyrrum fyrirliði Grindavíkur með Borgnesinga til Grindavík verða eflaust fagnaðarfundir. Það lið sem fyrr vinnur tvo leiki fer í undanúrslit. Leikjaprógrammið lítur þannig út: Leikur 1: Grindavík-Skallagrímur föstud. 22. mars kl. 19:15Leikur 2: Skallagrímur-Grindavík mánud. 25. mars …

Grindavík að komast í gang

Ungmennafélag GrindavíkurÍþróttafréttir

Grindavík átti ekki í neinum vandræðum með Tindastól í Lengjubikar karla í knattspyrnu í gærkvöld þegar liðin áttust við í Reykjaneshöllinni. Grindavík vann öruggan 4-0 sigur og er áfram í fjórða sæti í riðli 1, nú með sjö stig eftir fimm leiki. Tindastóll er aftur á móti í neðsta sæti með eitt stig eftir jafnmarga leiki Stefán Þór Pálsson lánsmaður frá …

Aðalfundir júdó-, taekwondo-, fimleika- og skotdeildar UMFG

Ungmennafélag GrindavíkurÍþróttafréttir

Aðalfundir júdó-, taekwondo-, fimleika- og skotdeildar UMFG verða haldnir þriðjudaginn 26. mars 2013 kl. 20:00 í aðstöðu UMFG við Grunnskólann. Dagskráin er eftirfarandi: Skýrsla stjórnar og reikningar fimleikadeildar Umræður um skýrslu og reikninga Skýrsla stjórnar og reikningar judodeildar Umræður um skýrslu og reikninga Skýrsla stjórnar og reikningar skotdeildar Umræður um skýrslu og reikninga Skýrsla stjórnar og reikningar taekwondodeildar Umræður um …

Valdar á úrtaksæfingar

Ungmennafélag GrindavíkurÍþróttafréttir

Þrjár ungar stúlkur hafa verið valdar til úrtaksæfinga hjá U16 og U17 ára landsliðum kvenna í knattspyrnu um helgina. Guðný Eva Birgisdóttir hefur verið valin á æfingar hjá U17 og þær Guðný Dröfn Guðbjartsdóttir og Unnur Guðmundsdóttir hjá U16. Æfingarnar fara fram í Kórnum og Egilshöll.

Landsbankinn skrifaði undir fjögurra ára samning við körfuknattleiksdeildina

Ungmennafélag GrindavíkurÍþróttafréttir

Útibú Landsbankans í Grindavík hélt upp á 50 ára afmæli í síðustu viku og liður í hátíðarhöldunum var að öllum bæjarbúum var boðið á leik Grindavíkur og Fjölnis.  Landsbankinn hefur ákveðið að styrkja körfuknattleiksdeildina til næstu fjögurra ára og mun þessi styrkur nýtast í uppbyggingarstarf og hjálpa til við að halda Grindavík meðal fremstu liða hér á landi. Í hálfleik skrifuðu …