Grindavík og Skallagrímur hefja leik á föstudag

Ungmennafélag GrindavíkurÍþróttafréttir

Úrslitakeppnin í körfubolta karla hefst í kvöld en Grindavík mætir Skallagrími annað kvöld (föstudag) í Röstinni kl. 19:15. Þá mætir Páll Axel Vilbergsson fyrrum fyrirliði Grindavíkur með Borgnesinga til Grindavík verða eflaust fagnaðarfundir. Það lið sem fyrr vinnur tvo leiki fer í undanúrslit. Leikjaprógrammið lítur þannig út:

Leikur 1: Grindavík-Skallagrímur föstud. 22. mars kl. 19:15
Leikur 2: Skallagrímur-Grindavík mánud. 25. mars kl. 19:15
(Leikur 3: GRindavík-Skallagrímur fimmtudaginn 28. mars kl. 19:15)