Alvaran byrjar í kvöld

Ungmennafélag GrindavíkurÍþróttafréttir

Íslands- og deildarmeistarar Grindavíkur hefja titilvörnina í kvöld þega Páll Axel vilbergsson og félagar í Skallagrími koma í heimsókn í fyrsta leik átta liða úrslitanna. Leikurinn hefst kl. 19:15. Búist má við hörku leik enda eru Skallagrímsmenn ólíkindatól og geta tekið upp á hverju sem er séu þeir í stuði.

 

Ómar Örn Sævarsson hefur verið fjarverandi í Grindavíkurliðinu upp á síðkastið sökum meiðsla í nára. Eins og staðan er í dag þá sér hann ekki fram á að ná fyrsta leik með Grindavík gegn Skallagrím en einvígi liðanna hefst á föstudag. Karfan.is greinir frá þessu.

„Við vonum bara að það verði eini leikurinn sem ég missi af,” sagði Ómar við Karfan.is í morgun. „Maður er að reyna að vera skynsamur en ef þetta batnar ekki þá spilar maður bara meiddur. Maður yrði ekki fyrsti leikmaðurinn í heiminum til að þurfa að bíta aðeins á jaxlinn í úrslitakeppni,” sagði Ómar en hann er ekki einn á meiðslalista Grindavíkur því Davíð Ingi Bustion er enn fjarverandi sökum handarmeiðsla.