Valdar á úrtaksæfingar

Ungmennafélag Grindavíkur Íþróttafréttir

Þrjár ungar stúlkur hafa verið valdar til úrtaksæfinga hjá U16 og U17 ára landsliðum kvenna í knattspyrnu um helgina. Guðný Eva Birgisdóttir hefur verið valin á æfingar hjá U17 og þær Guðný Dröfn Guðbjartsdóttir og Unnur Guðmundsdóttir hjá U16. Æfingarnar fara fram í Kórnum og Egilshöll.