Landsbankinn skrifaði undir fjögurra ára samning við körfuknattleiksdeildina

Ungmennafélag GrindavíkurÍþróttafréttir

Útibú Landsbankans í Grindavík hélt upp á 50 ára afmæli í síðustu viku og liður í hátíðarhöldunum var að öllum bæjarbúum var boðið á leik Grindavíkur og Fjölnis.  Landsbankinn hefur ákveðið að styrkja körfuknattleiksdeildina til næstu fjögurra ára og mun þessi styrkur nýtast í uppbyggingarstarf og hjálpa til við að halda Grindavík meðal fremstu liða hér á landi.

Í hálfleik skrifuðu Valdimar Einarsson, útibússtjóri Landsbankans í Grindavík, og Jón Gauti Dagbjartsson og Elías Magnús Rögnvaldsson frá körfuknattleiksdeildinni undir samninginn.