Grindavík að komast í gang

Ungmennafélag GrindavíkurÍþróttafréttir

Grindavík átti ekki í neinum vandræðum með Tindastól í Lengjubikar karla í knattspyrnu í gærkvöld þegar liðin áttust við í Reykjaneshöllinni. Grindavík vann öruggan 4-0 sigur og er áfram í fjórða sæti í riðli 1, nú með sjö stig eftir fimm leiki. Tindastóll er aftur á móti í neðsta sæti með eitt stig eftir jafnmarga leiki

Stefán Þór Pálsson lánsmaður frá Breiðablik og Daníel Leó Grétarsson skoruðu fyrir Grindavík fyrir leikhlé og í seinni hálfleik skoruðu Magnús Björgvinsson og Jóhann Helgason sitt markið hvor.