Grindavík burstaði Fjölni

Ungmennafélag GrindavíkurÍþróttafréttir

Grindavíkurstelpur áttu ekki í vandræðum með botnlið Fjölnis í úrvalsdeild kvenna í körfubolta í gærkvöldi. Grindavík vann með 19 stiga mun, 91-72. Staðan í hálfleik var 43-38.

Með sigrinum komst Grindavík upp að hlið Njarðvík í 6. til 7. sæti deildarinnar. Ein umferð er eftir og ljóst að Grindavík siglir lygnan sjó í deildinni og kemst hvorki í úrslitakeppnina né er í fallhættu.

Grindavík: Crystal Smith 22/5 fráköst/5 stoðsendingar, Petrúnella Skúladóttir 21, Berglind Anna Magnúsdóttir 14, Jeanne Lois Figeroa Sicat 12, Ingibjörg Yrsa Ellertsdóttir 7, Eyrún Ösp Ottósdóttir 6, Katrín Ösp Eyberg 3, Helga Rut Hallgrímsdóttir 2/4 fráköst, Hulda Sif Steingrímsdóttir 2, Jóhanna Rún Styrmisdóttir 2/7 fráköst.

Staðan:

1. Keflavík 26 21 5 2060:1796 42
2. Snæfell 27 20 7 1958:1688 40
3. KR 27 18 9 1875:1799 36
4. Valur 27 15 12 1851:1757 30
5. Haukar 27 13 14 1850:1893 26
6. Grindavík 27 8 19 1842:2025 16
7. Njarðvík 26 8 18 1793:2004 16
8. Fjölnir 27 4 23 1905:2172 8