Sigurpáll krækti í tvenn silfur

Ungmennafélag GrindavíkurÍþróttafréttir

Sigurpáll Albertsson vann tvenn silfurverðlaun á vormóti Júdósambands Íslands. Tveir fulltrúar frá Grindavík kepptu á mótinu, Marcin Ostrowski og Sigurpáll Albertsson.

Marcin keppti í -66 kg flokki 15-16 ára. Hann vann fyrstu glímuna sína en gat svo ekki haldið áfram keppni vegna meiðsla og komst því ekki á verðlaunapall.

Sigurpáll keppti í tveimur aldursflokkum. Í 17-19 ára flokki var hann færður upp um þyngdarflokk og keppti í +100 kg flokki. Einnig keppti hann í -100 kg flokki fullorðinna.

Í 17-19 ára aldursflokknum glímdi hann tvisvar og vann aðra glímuna og hafnaði því í öðru sæti.

Í fullorðinsflokknum glímdi hann þrisvar. Hann vann tvær þeirra og krækti þannig í annað silfur.

Mynd: Sigurpáll á verðlaunapalli lengst til vinstri (myndin er frá eldri móti).