Grindavík steinlá fyrir Fjölni í 1. deild karla 0-4. Þar með skaust Fjölnir upp í 1. sæti deildarinnar á kostnað Grindavíkur sem er enn í 2. sæti ásamt tveimur öðrum liðum sem öll eru með sömu markatöluna. Myndband með helstu atvikum úr leiknum má sjá hér. Staða er þessi þegar tvær umferðir eru eftir:1. Fjölnir 20 11 4 5 32:23 …
Toppslagur á Grindavíkurvelli
Í dag, mánudaginn 9. september, fer án nokkurs vafa fram mikilvægasti leikur sumarsins þegar Grindavík tekur á móti Fjölni í toppslag 1. deildar karla kl. 18:00. Þrátt fyrir nokkuð hagstæð úrslit í öðrum leikjum um helgina má ekkert út af bregða hjá Grindavík, sigur myndi setja Grindavík í sterka stöðu fyrir síðustu tvær umferðirnar en tap myndi gera okkar mönnum …
Sigur og tap hjá Grindavík
Grindavík hefur leikið tvo leiki í Lengjubikar karla í körfubolta. Í gærkvöldi skellti Grindavík liði Vals 88-51 og voru yfirburðir heimamanna miklir. Jóhann Árni Ólafsson skoraði 16 stig, Sigurður Gunnar Þorsteinsson 11 og Þorleifur Ólafsson 9. Í 1. umferðinni tapaði Grindavík fyrir Tindastóli 104-87. Ólafur Ólafsson var stigahæstur hjá Grindavík með 21 stig, Jóhann Árni Ólafsson skoraði 17, Þorleifur Ólafsson 13 …
Úrslitaleikur á mánudaginn
Nú eru aðeins þrjár umferðir eftir í 1. deild karla í knattspyrnu. Toppbaráttan er æsispennandi. Næsti leikur Grindavíkur gæti verið lykilleikur sumarsins en þá kemur Fjölnir í heimsókn á mánudaginn kl. 18:00. Fjölnir er í 3. sæti deildarinnar tveimur stigum á eftir toppliði Grindavíkur. Þetta er því sannkallaður toppslagur og í raun allt undir. Grindvíkingar eru því hvattir til þess …
Daníel Leó á skotskónum fyrir U19
Íslenska U19 ára landsliðið í knattspyrnu sigraði Skota í vináttulandsleik í dag. Grindvíkingurinn Daníel Leó Grétarsson var í byrjunarliði Íslands í vinstri bakverðinum og gerði sér lítið fyrir og skoraði eitt af þremur mörkum Íslands en Ísland vann 3-0. Daníel Leó var einnig í byrjunarliðinu þegar liðin gerðu jafntefli á þriðjudaginn.
Grindavík hafði sigur í Geysismótinu
Grindvíkingar tryggðu sér sigur á Ljósanæturmóti Geysis í körfubolta karla í gær með sigri á ÍR. Þrátt fyrir að Keflavík og ÍR eigi enn eftir að leika er ljóst að hvorugt liðið getur náð Grindvíkingum að stigum þar sem þeir síðastnefndu unnu báða leiki sína á mótinu. Lokatölur í leiknum í gær voru 92-84.
Herrakvöld körfunnar 4. október
Hið árlega herrakvöld körfuknattleiksdeildar UMFG verður haldið föstudaginn 4. október nk. á Sjómannastöfunni Vör. Herrakvöldið tókst frábærlega vel í fyrra og er stefnt að því að gera enn betur í ár. Aðalréttur kvöldsins verður saltfiskur að hætti Gauta en sérlegur faglegur ráðgjafi og aðstoðarmaður verður Bjarni Óla (Bíbbinn). Þá verður eðal forréttur og ómótstæðilegur eftirréttur. Dagskráin og miðasala verður auglýst …
Grindavík komst ekki í úrvalsdeildina
Grindavíkurstelpum tókst ekki að leggja Fylki að velli í seinni undanúrslitaleik liðanna um sæti í úrvalsdeildinni. Fylkir vann seinni leikinn 3-2 og báða leikina samanlagt 6-3. Það var ljóst að á brattann yrði að sækja fyrir Grindavík eftir að hafa tapað fyrri leiknum 3-1. En Dernelle Mascall kom Grindavík yfir á 27. mínútu. En Anna Björg Björnsdóttir markahrókur Fylkis stjórnaði …
Hækkun æfingagjalda UMFG
Nú hefur verið ákveðið að Ungmennafélag Grindavíkur hækki æfingagjöld fyrir skólabörn fædd árið 2007-1997. Ákveðið hefur verið að æfingagjaldið verði kr 22.500 á barn fyrir allt árið 2013 og má barnið æfa eins margar íþróttir og það vill. Æfingagjöldin eru fyrir tímabilið janúar – desember ár hvert. Fyrri hluti æfingagjaldanna (10.000 kr.) hafa nú þegar verið settir inn í …
Grindavík og Keflavík talin sigurstranglegust
Grindavík og Keflavík eru talin sigurstranglegust í Domino´s deild kvenna næstkomandi tímabil ef marka má könnun sem Karfan.is hefur verið með í gangi síðustu daga. Grindavík hlaut flest atkvæði eða 19,7% atkvæða þegar spurt var hvaða lið væri talið sigurstranglegast í deildinni um þessar mundir. Keflvíkingar voru skammt á hæla Grindavíkur með 19,07% atkvæða en tæplega 500 atkvæði bárust. Næstflest …