Grindavík komst ekki í úrvalsdeildina

Ungmennafélag GrindavíkurÍþróttafréttir

Grindavíkurstelpum tókst ekki að leggja Fylki að velli í seinni undanúrslitaleik liðanna um sæti í úrvalsdeildinni. Fylkir vann seinni leikinn 3-2 og báða leikina samanlagt 6-3.

Það var ljóst að á brattann yrði að sækja fyrir Grindavík eftir að hafa tapað fyrri leiknum 3-1. En Dernelle Mascall kom Grindavík yfir á 27. mínútu. En Anna Björg Björnsdóttir markahrókur Fylkis stjórnaði leiknum og skoraði þrennu og kom Fylki í 3-1 en Margrét Albertsdóttir minnkaði muninn fyrir Grindavík í lokin.

Sumarið hefur verið virkilega flott hjá stelpunum, frábær stemmning í kringum liðið og þær hársbreidd frá því að komast í Pepsideildina undir stjórn Helga Bogasonar. Liðið hefur leikið skemmtilegan fótbolta. Því miður náði liðið ekki að vinna sinn riðil því þá hefði Grindavík fengið auðveldari andstæðing í undanúrslitum. Þá veikti liðið talsvert að þrír sterkir leikmenn fóru í nám til Bandaríkjanna í ágúst og misstu af lokasprettinum. En það var virkilega gaman að sjá margar Grindavíkurstelpur snúa aftur heim og spila með liðinu. Mikill efniviður er fyrir hendi og nú er bara að halda áfram á fullum krafti og fara upp á næsta ári.

Markahæstar: 
Margrét Albertsdóttir 18
Dernelle L Mascall 16
Ingibjörg Yrsta Ellertsdóttir 10
Anna Þórunn Guðmundsdóttir 8