Grindavík hafði sigur í Geysismótinu

Ungmennafélag GrindavíkurÍþróttafréttir

Grindvíkingar tryggðu sér sigur á Ljósanæturmóti Geysis í körfubolta karla í gær með sigri á ÍR. Þrátt fyrir að Keflavík og ÍR eigi enn eftir að leika er ljóst að hvorugt liðið getur náð Grindvíkingum að stigum þar sem þeir síðastnefndu unnu báða leiki sína á mótinu. Lokatölur í leiknum í gær voru 92-84.