Daníel Leó á skotskónum fyrir U19

Ungmennafélag GrindavíkurÍþróttafréttir

Íslenska U19 ára landsliðið í knattspyrnu sigraði Skota í vináttulandsleik í dag. Grindvíkingurinn Daníel Leó Grétarsson var í byrjunarliði Íslands í vinstri bakverðinum og gerði sér lítið fyrir og skoraði eitt af þremur mörkum Íslands en Ísland vann 3-0.  

Daníel Leó var einnig í byrjunarliðinu þegar liðin gerðu jafntefli á þriðjudaginn.