Úrslitaleikur á mánudaginn

Ungmennafélag GrindavíkurÍþróttafréttir

Nú eru aðeins þrjár umferðir eftir í 1. deild karla í knattspyrnu. Toppbaráttan er æsispennandi. Næsti leikur Grindavíkur gæti verið lykilleikur sumarsins en þá kemur Fjölnir í heimsókn á mánudaginn kl. 18:00. Fjölnir er í 3. sæti deildarinnar tveimur stigum á eftir toppliði Grindavíkur. 

Þetta er því sannkallaður toppslagur og í raun allt undir. Grindvíkingar eru því hvattir til þess að fjölmenna á þennan stórleik á mánudaginn og hvetja okkar menn til dáða.