Hið árlega herrakvöld körfuknattleiksdeildar UMFG verður haldið föstudaginn 4. október nk. á Sjómannastöfunni Vör. Herrakvöldið tókst frábærlega vel í fyrra og er stefnt að því að gera enn betur í ár. Aðalréttur kvöldsins verður saltfiskur að hætti Gauta en sérlegur faglegur ráðgjafi og aðstoðarmaður verður Bjarni Óla (Bíbbinn).
Þá verður eðal forréttur og ómótstæðilegur eftirréttur. Dagskráin og miðasala verður auglýst nánar þegar nær dregur en allir alvöru karlmenn í Grindavík eru hvattir til þess að taka föstudagskvöldið 4. október frá.