Grindavík og Keflavík talin sigurstranglegust

Ungmennafélag Grindavíkur Íþróttafréttir

Grindavík og Keflavík eru talin sigurstranglegust í Domino´s deild kvenna næstkomandi tímabil ef marka má könnun sem Karfan.is hefur verið með í gangi síðustu daga. Grindavík hlaut flest atkvæði eða 19,7% atkvæða þegar spurt var hvaða lið væri talið sigurstranglegast í deildinni um þessar mundir. Keflvíkingar voru skammt á hæla Grindavíkur með 19,07% atkvæða en tæplega 500 atkvæði bárust.

Næstflest atkvæði fékk Snæfell eða 15,25% atkvæða og KR með 13,77%. Haukar fengu 13,35% atkvæða, Valur 8,05%, Hamara 5,30% og samkvæmt könnuninni verða það Njarðvíkingar sem falla með 5,51% atkvæða.

Nú er komin inn ný könnun á kafran.is og spurt er hvaða lið fólk telur sigurstranglegast um þessar mundir í Domino´s deild karla fyrir tímabilið 2013-2014.