Sigur og tap hjá Grindavík

Ungmennafélag GrindavíkurÍþróttafréttir

Grindavík hefur leikið tvo leiki í Lengjubikar karla í körfubolta. Í gærkvöldi skellti Grindavík liði Vals 88-51 og voru yfirburðir heimamanna miklir. Jóhann Árni Ólafsson skoraði 16 stig, Sigurður Gunnar Þorsteinsson 11 og Þorleifur Ólafsson 9.

Í 1. umferðinni tapaði Grindavík fyrir Tindastóli 104-87. Ólafur Ólafsson var stigahæstur hjá Grindavík með 21 stig, Jóhann Árni Ólafsson skoraði 17, Þorleifur Ólafsson 13 og Christper Stephenson 10.