Vígsla nýrra íþróttasala í Grindavík

Ungmennafélag GrindavíkurÍþróttafréttir

Sunnudaginn 2. febrúar kl. 14 verður formlega tekin í notkun viðbygging við íþróttamiðstöðina í Grindavík. Fulltrúar Grindavíkurbæjar og Ungmennafélags Grindavíkur munu flytja stutt ávörp, ungir iðkendur æfa og leika sér í nýju sölunum frá kl. 13:30 auk þess sem boðið verður upp á kaffiveitingar í Gjánni. Við sama tækifæri verður haldið upp á 85 ára afmæli UMFG og skrifað undir …

Actavismót Hauka

Ungmennafélag GrindavíkurÍþróttafréttir

Actavis-mót Hauka í körfubolta fór fram á Ásvöllum um síðastliðna helgi. Meðal keppenda þar var hópur barna með sérþarfir sem körfuboltamaðurinn Kristinn Jónasson hefur þjálfað í Ólafssal síðan haustið 2018. Af tíu leikmönnum í liðinu voru tveir út Grindavík, þeir Hilmir og Kristján Patrekur. Kristinn, þjálfari liðsins, sagði í samtali við vefsíðuna Hafnfirðingur að smám saman hafi æfingarnar þróast með …

Grindavík í undanúrslit í bikarnum – tryggðu þér miða!

Ungmennafélag GrindavíkurÍþróttafréttir, Körfubolti

Karlaliðið okkar tryggði sér farseðilinn í Laugardalshöllina í bikarviku Geysis 12.-16. febrúar næstkomandi og dróst á móti Fjölni í undanúrslitum. Leikurinn fer fram kl. 17:30 miðvikudaginn 12. febrúar. Miðar verða bæði seldir í forsölu hér í Grindavík en líka á netinu á tix.is og er MJÖG MIKILVÆGT að þið verslið ykkar miða í gegnum þennan link því hann er eyrnamerktur …

Ungmennafélag Grindavíkur auglýsir eftir framkvæmdastjóra

Ungmennafélag GrindavíkurÍþróttafréttir

Við leitum að jákvæðum, drífandi og skipulögðum einstaklingi með framúrskarandi hæfni í mannlegum samskiptum. Starfið er laust frá og með 1. mars n.k. eða eftir nánara samkomulagi. Framkvæmdastjóri ber ábyrgð á daglegum rekstri skrifstofu og fjárreiðum félagsins, gerð áætlana og styður við deildir félagsins í þeirra starfi. Framkvæmdastjóri er tengiliður félagsins við ÍS, ÍSÍ, UMFÍ og Grindavíkurbæ sem á og …

Skiptir máli að gefa til baka

Ungmennafélag GrindavíkurÍþróttafréttir

Gunnar Már Gunnarsson og Ingibergur Þór Jónasson sinna báðir formennsku og framkvæmdastjórastöðu í stærstu deildum UMFG, knattspyrnudeild og körfuknattleiksdeild. Sjálfboðaliðastarfið er oft vanmetið af þeim sem ekki stunda slíkt starf. Oft er um mikla vinnu að ræða og áreiti oft mikið í litlu samfélagi. Grindavík hefur í gegnum tíðina státað af mannauði sem vill samfélaginu sínu vel og vinnur launalaust ýmist í …

Hrund og Jón Axel íþróttafólk Grindavíkur 2019

Ungmennafélag GrindavíkurÍþróttafréttir, Körfubolti

Körfuknattleiksfólkið Hrund Skúladóttir og Jón Axel Guðmundsson voru í dag útnefnd íþróttafólk Grindavíkur árið 2019, við hátíðlega athöfn í Gjánni.  Hrund Skúladóttir er lykilleikmaður með meistaraflokki kvenna í körfuknattleik. Á árinu átti hún stóran þátt í því að koma liðinu upp í Domiosdeildina auk þess að vera lykilleikmaður með unglingaflokki. Hrund lék á árinu með U20 ára landsliði Íslands í …

Körfuknattleiksdeildin býður upp á alþrif á bílum

Ungmennafélag GrindavíkurÍþróttafréttir

Körfuknattleiksdeild Grindavíkur býður upp á bíla-alþrif fyrir jólin. Deildin verður með aðstöðu hjá Veiðafæraþjónustunni til þrifanna en hér fyrir neðan má sjá auglýsingu deildarinnar. Þar er að finna verðskrána en ekki er tekið við pöntunum heldur á bara að mæta með bílinn á sunnudag milli kl. 10:00 – 17:00

Grindavík semur við nýjan framherja

Ungmennafélag GrindavíkurÍþróttafréttir, Knattspyrna

Knattspyrnudeild UMFG samdi í gær við framherjann Guðmund Magnússon. Hann var síðast á samningi hjá ÍBV en var lánaður til Víkings Ólafsvík s.l. sumar. Guðmundur spilaði með Fram í Inkasso deildinni 2017 og skoraði hann þá 22 mörk í deild og bikar. Síðastliðið sumar skoraði hann 4 mörk í 8 leikjum hjá Víkingi Ó og 3 mörk fyrir ÍBV í 11 leikjum.  …

Jón Axel er á sögufrægum Naismith lista

Ungmennafélag GrindavíkurÍþróttafréttir, Körfubolti

Grindvíkingurinn Jón Axel Guðmundsson er á listanum yfir þá fimmtíu sem menn eiga að fylgjast með í Bandaríkjunum í vetur. Þetta kemur fram á fréttavef Vísis.  “Íslenski landsliðsmaðurinn Jón Axel Guðmundsson er á Naismith listanum fyrir komandi tímabil í bandaríska háskólakörfuboltanum en þar eru samankomnir þeir fimmtíu leikmenn sem eru bundnar mestar væntingar til í vetur. Jón Axel er að …

Vladan Djogatovic áfram með Grindavík

Ungmennafélag GrindavíkurÍþróttafréttir, Knattspyrna

Knattspyrnudeild Grindavíkur hefur gert 2ja ára samning við serbneska markvörðinn Vladan Djogatovic er deildin greindi frá þessu á Facebook síðu sinni nú rétt í þessu. Þar kemur fram að Vladan hafi vakið verðskuldaða athyglu á síðasta tímabili fyrir góðar markvörslur. Auk þess var Vladan kjörinn besti leikmaður Grindavíkur tímabilsins á lokahófinu í september sl.  “Vladan hefur sagt okkur að honum líði …