Yfirlýsing Grindavíkur og Stjörnunnar vegna óæskilegrar hegðunar

Ungmennafélag Grindavíkur Íþróttafréttir

Í gær fór fjórði leikur Grindavíkur og Stjörnunnar fram í úrslitakeppni Dominos deildar karla. Leikurinn var jafn og spennustigið hátt, þar sem mikið var undir fyrir bæði lið. Því miður létu stuðningsmenn liðanna kappið bera fegurðina ofurliði en slagsmál brutust út í stúkunni í þriðja leikhluta. Forsvarsmenn beggja félaga harma þessa framkomu og vilja gefa skýr skilaboð til allra að …

Auglýst eftir styrkumsóknum vegna íþróttaafreka

Ungmennafélag Grindavíkur Íþróttafréttir

Grindavíkurbær auglýsir eftir styrkumsóknum vegna íþróttaafreka. Styrkirnir skiptast í landsliðsstyrki, afreksstyrki, fræðslustyrki og stuðningsstyrki. Vakin er athygli á því að frestur til þess að sækja um fræðslustyrki rennur út 25. febrúar nk. Um aðra styrki er hægt að sækja um allt árið. Grindavíkurbær hvetur íþróttafélög, íþróttafólk, þjálfara, sjálfboðaliða og starfsfólk íþróttafélaga til þess að sækja um þá styrki sem eru …

Til stuðningsfólks Grindavíkur í körfuknattleik

Ungmennafélag Grindavíkur Íþróttafréttir, Körfubolti

Það styttist í bikarviku Geysisbikars KKÍ í Laugardalshöllinni en Grindavík mætir Fjölni miðvikudaginn 12. febrúar kl. 17:30. MJÖG MIKILVÆGT er að stuðningsfólk kaupi miðann sinn af þessum tengli.  Ef farið er í gegnum síðu Tix.is og leikurinn valinn þar þá rennur andvirði miðans til KKÍ en ekki beint til Körfuknattleiksdeildar UMFG. MJÖG MIKILVÆGT er því að fara hér inn og kaupa miða   Körfuknattleiksdeild …

Nýtt íþróttahús vígt og UMFG 85 ára í dag

Ungmennafélag Grindavíkur Íþróttafréttir

Ungmennafélag Grindavíkur fagnar í dag 85 ára afmæli en það var stofnað árið 1935. Í tilefni afmælisins var nýtt íþróttahús formlega vígt í gær og bauðst íbúum að koma og fá sér hressingu og skoða húsið. Eggert Sólberg Jónsson, sviðsstjóri frístunda- og menningarsviðs stýrði dagskrá vígslunnar en Fannar Jónasson bæjarstjóri flutti ávarp auk hans flutti Bjarni Már Svavarsson, formaður UMFG ávarp í tilefni dagsins. …

Sylvía Sól valin í U-21 árs landsliðshóp LH 2020

Ungmennafélag Grindavíkur Íþróttafréttir

Landssamband hestamannafélaga kynnti landsliðshópa LH fyrir árið 2020 í síðustu viku. Landsliðsþjálfarar LH, Sigurbjörn Bárðarson þjálfari A-landsliðs og Hekla Katharína Kristinsdóttir þjálfari U-21 árs landsliðs tilkynntu knapana sem valdir hafa verið í hópana. Við val á knöpum í landsliðshópana er tekið tillit til árangurs í keppni, reiðmennsku, hestakosts og íþróttamannslegrar framkomu. Grindvíkingurinn Sylvía Sól Magnúsdóttir hefur verið valinn í U-21 …

Páll Árni sigraði pílukastið á Reykjavíkurleikunum

Ungmennafélag Grindavíkur Íþróttafréttir

Páll Árni Pétursson úr Pílufélagi Grindavíkur sigraði í úr­slita­leik Reykjavíkurleikanna um liðna helgi gegn Friðrik Diego úr Pílukast­fé­lagi Reykja­vík­ur 7-4.  Keppni í pílukasti á Reykja­vík­ur­leik­un­um var hald­in í fé­lagsaðstöðu Pílukast­fé­lags Reykja­vík­ur, að Tang­ar­höfða 2, um síðustu helg­i. Þetta er í fyrsta sinn sem pílukast er keppn­is­grein á leik­un­um. Að sögn skipu­leggj­enda hjá Pílukast­fé­lagi Reykja­vík­ur gekk mótið mjög vel fyr­ir sig og er lík­lega eitt glæsi­leg­asta …

Grindavík tekur á móti Snæfelli í kvöld kl. 19:15. Frítt verður á leikinn

Ungmennafélag Grindavíkur Íþróttafréttir, Körfubolti

Grindavík tekur á móti liði Snæfells í Mustad-höllinni í kvöld miðvikudaginn 29. janúar kl. 19:15 í kvennakörfunni. Um mikilvægan leik er að ræða og hefur körfuknattleiksdeildin því ákveðið að hafa frítt á leikinn. Allir Grindvíkingar og Hólmarar eru hvattir til að skella sér í Mustad-höllina í kvöld.   

Vígsla nýrra íþróttasala í Grindavík

Ungmennafélag Grindavíkur Íþróttafréttir

Sunnudaginn 2. febrúar kl. 14 verður formlega tekin í notkun viðbygging við íþróttamiðstöðina í Grindavík. Fulltrúar Grindavíkurbæjar og Ungmennafélags Grindavíkur munu flytja stutt ávörp, ungir iðkendur æfa og leika sér í nýju sölunum frá kl. 13:30 auk þess sem boðið verður upp á kaffiveitingar í Gjánni. Við sama tækifæri verður haldið upp á 85 ára afmæli UMFG og skrifað undir …