Gunnari Jóhannessyni afhent gullverðlaun JSÍ

Ungmennafélag GrindavíkurÍþróttafréttir, Judó, UMFG

Gunnar Jóhannesson
þann 17.desember 2023 var haldin Uppskeruhátíð JSÍ 2023 hjá Judosambandi Íslands.

Okkur er mikil ánægja að segja frá því að formaður Judo deildar UMFG var tilnefndur sem dómari ársins af JSÍ og segir í ummælum að
Gunnar hefur verið mjög virkur á árinu og sýnt prýðisgóða frammistöðu í dómgæslu á NM sem haldið var í Drammen í Noregi.

Stjórn JSÍ ákvað að veita Gunnari Jóhannesson gullmerki JSÍ og segir á heimasíðu JSÍ að Gunnar hefur verið viðloðandi judoíþróttina frá því áður en JSÍ var stofnað árið 1973,
en hann fagnaði einmitt 60 ára afmæli sama dag og JSÍ varð 50 ára þann 28. janúar.
Störf Gunnars fyrir bæði JSÍ og UMFG eru margvísleg.
Gunnar kemur að mótaframkvæmd, dómgæslu og ýmsu öðru fyrir JSÍ og hefur um árabil verið máttarstólpi í judodeild UMFG sem þjálfari og formaður deildarinnar.

einnig fékk Gunnar 4.dan í desember 2022 sem var einnig tilkynnt á uppskeruhátiðinni.

Við óskum Gunnari til hamingju með tilnefninguna og gullmerkið.

myndin var fengin af heimasíðu JSÍ