Íþróttafólk Grindavíkur 2023

Ungmennafélag Grindavíkur Íþróttafréttir, UMFG

Körfuknattleikskonan Hulda Björk Ólafsdóttir og pílukastarinn Alexander Veigar Þorvaldsson voru um helgina útnefnd íþróttakona og íþróttakarl Grindavíkur 2023. Karlalið Pílufélags Grindavíkur var útnefnt íþróttalið Grindavíkur 2023 og körfuknattleiksþjálfarinn Danielle Rodriguez þjálfari Grindavíkur 2023.

Fleiri verðlaunaafhendingar voru afhentar og eru þær á heimasíðu Grindavíkurbæjar https://grindavik.is/v/27022

Við fengum góðfúslegt leyfi frá Steinunni Dagný Ingvarsdóttur móður Alexanders til að setja myndina af honum hér á heimasíðu UMFG

Ingibergur Þór Jónasson tók myndir á athöfninni sjálfri.