Gleðileg jól og farsælt komandi ár

Ungmennafélag GrindavíkurFimleikar, Forvarnarnefnd, Hjól, Íþróttafréttir, Judó, Knattspyrna, Körfubolti, Píla, Skotdeild, Sund, Taekwondo, UMFG

 

Ungmannafélag Grindavíkur sendir sínar bestu óskir um gleðileg jól og farsældir á nýju ári.

Viljum við þakka kærlega fyrir góð samskipti við deildir innan UMFG og síðast en ekki síst iðkendum, þjálfurum og þeim ótrúlega mörgu sjálfboðaliðum sem sjá um að halda starfinu gangandi innan deildanna, án þeirra yrði starfið ekki eins frábært og það er í dag.

við viljum þakka öllum þeim félögum sem hafa stutt okkur með tímum á þeirra völlum/húsum og í líkamsræktarsölum um allt land ásamt fjárframlögum.

Við höfum öll átt alveg ótrúlega erfiða tíma og við eigum okkar besta fólki hjá Breiðablik og Álftanesi ásamt UMFÍ og KSÍ/KKÍ miklar þakkir skilið,  ásamt öllum þeim ótöldu sem hafa sýnt okkur stuðning síðustu 2 mánuði.

Vonum við að allir hafi það sem allra best um hátíðarnar og njóti samverunnar með fjölskyldu og vinum.

við skulum svo sannarlega vona að við komumst “heim” á nýju ári

áfram Grindavík 💛💙

myndina tók okkar besti maður Ingibergur Þór Jónasson