Bragi hættir sem þjálfari kvennaliðsins

Ungmennafélag GrindavíkurÍþróttafréttir

Bragi Hinrik Magnússon hefur sagt upp störfum sem þjálfari Grindavíkurstúlkna í körfuboltanum. Liðið hefur farið illa af stað í deildinni og tapað fyrstu fimm leikjum sínum. Bragi vildi ekki tjá sig um ástæðu uppsagnarinnar við heimasíðu UMFG.  Grindavíkurstelpur eiga leik gegn Fjölni í Dalshúsum í kvöld en þar mun Ellert Magnússon stjórna liðinu.   Ekki hefur verið ráðinn nýr þjáfari að …

Grindavík lá fyrir Keflavík

Ungmennafélag GrindavíkurÍþróttafréttir

Grindavík tapaði fyrir Keflavík í sláturhúsinu í Reykjanesbæ með 8 stiga mun, 99 stigum gegn 91, í deildarbikarnum. Þar með eru bæði lið með 4 stig eftir þrjár umferðir í riðlinum. Fyrri hálfleikur var jafn og spennandi en góður lokasprettur Grindvíkinga tryggði þeim 2ja stiga forystu, 48-46. Í seinni hálfleik tóku Keflvíkingar frumkvæðið, spiluðu góða vörn og á lokasprettinum var …

130 þúsund króna sekt fyrir ofsaakstur á Grindavíkurvegi

Ungmennafélag GrindavíkurÍþróttafréttir

Hann hefði betur ekið hægar ökumaðurinn sem lögreglan á Suðurnesjum stöðvaði á Grindavíkurvegi nýverið. Greinir Lögreglan á Suðurnesjum segir frá því í dagbók sinni að hún hefði stöðvað nýverið ökumann á Grindavíkurvegi sem ók á 141 kílómetra hraða á klukkustund þar sem leyfilegur hraði er 90 km. Hans bíður 130 þúsund króna fjársekt, svipting ökuleyfis í einn mánuð og þrír …

Bragi hættir sem þjálfari kvennaliðsins

Ungmennafélag GrindavíkurKörfubolti

Bragi tók þá ákvörðun að hætta með kvennalið Grindavíkur eftir einungis fimm leiki í deildinni.   Eftir stutt stopp hefur Bragi Hinrik Magnússon sagt upp störfum sem þjálfari Grindavíkur stúlkna.  Bragi vildi ekki tjá sig um ástæðu uppsagnarinnar. Taldi það einungis eiga innan stjórnar KKD Grindavíkur.  En stelpurnar hafa einungis unnið einn leik í vetur og var það í Lengjubikarnum þegar …

Grindavík sækir Keflavík heim í Lengjubikarnum

Ungmennafélag GrindavíkurÍþróttafréttir

Grindavík sækir Keflavík heim í Lengjubikar karla í köfubolta í kvöld kl. 19:15. Búast má við hörku leik eins og ávallt þegar þessi tvö nágrannalið eigast við. Grindavík hefur fullt hús eða 4 eftir tvær umferðir í riðlinum en Keflavík hefur 2 stig. Þegar liðin mættust í deildinni á dögunum fór Grindavík með öruggan sigur af hólmi.

Keflavík – Grindavík í Lengjubikarnum

Ungmennafélag GrindavíkurKörfubolti

Liðin í A-riðli Lengjubikarsins mætast í kvöld í tveimur leikjum.  Grindavík sækir Keflavík heim en Skallagrímur mætir Haukum á Ásvöllum. Leikur Grindavíkur og Keflavík fer fram í Toyota höllinni klukkan 19:15 Grindavík er efst eftir tvo leiki þar sem þeir unnu bæði Skallagrím og Hauka nokkuð örugglega.  Snæfell, Tindastóll og Þór Þorlákshöfn eru efst í hinum þrem riðlum Lengjubikarsins. Keflavík …

Strákarnir í stuði

Ungmennafélag GrindavíkurÍþróttafréttir

Íslandsmeistarar Grindavíkur sýndu mátt sinn og megin með því að rassskella Njarðvíkinga í Röstinni í gærkvöldi með 107 stigum gegn 81 í úrvalsdeild karla í körfubolta. Grindvíkingar náðu strax yfirhöndinni og komust í 22-4 eftir fjögurra mínútna leik. Hinn bandaríski Samuel Zeglinski fór á kostum í upphafi leiks en þessi strákur hefur vakið athygli í upphafi móts. Eftir fyrsta leikhluta …

Marko Valdimar gerir nýjan samning

Ungmennafélag GrindavíkurÍþróttafréttir

Marko Valdimar Stefánsson verður áfram leikmaður Grindavíkur en hann skrifaði undir samning við félagið til 2014. Marko er 22 ára og getur bæði leikið sem varnarmaður og varnarsinnaður miðjumaður. Hann lék 18 leiki í deildinni í sumar. Frá þessu er greint á fotbolti.net. Marko Valdimar var kjörinn leikmaður ársins í sumar en Grindavík féll sem kunnugt er úr úrvalsdeildinni. Mynd: Leikmenn …

Yngri flokkar að spila um helgina

Ungmennafélag GrindavíkurKörfubolti

Það verður nóg að gera hjá nokkrum af yngriflokkum körfuknattleiksdeildarinna um helgina þegar fyrsta umferð Íslandsmótsins fer fram. Hjá stúlkunum leikur 10. flokkur stúlkna í Grindavík og 7. flokkur stúlkna í Hafnarfirði, Hjá strákunum fer minnibolti drengja í Stykkishólm og þá spilar 9.flokkur í Borgarnesi.  Hægt er að sjá hvenær leikirnir fara fram efst á heimsíðu körfuknattleiksdeildarinnar (www.umfg.is/karfa)  

Stemmning á pöllunum eykur líkurnar á velgengni

Ungmennafélag GrindavíkurÍþróttafréttir

Grindavík mætir nágrönnum sínum í Njarðvík í Röstinni kl. 19:15 í kvöld. Það tók Grindavík ekki nema nokkrar klukkustundir að ráða eftirmann Helga Jónasar Guðfinnssonar sem þjálfara Grindavíkurliðsins í vor eftir að hann tilkynnti að hann hætti á toppnum sem Íslandsmeistari. Efnilegasti þjálfari landsins, Sverrir Þór Sverrisson, sem gerði kvennalið Njarðvíkur að tvöföldum meisturum á síðustu leiktíð, var ráðinn til starfans. …