Bragi hættir sem þjálfari kvennaliðsins

Ungmennafélag Grindavíkur Körfubolti

Bragi tók þá ákvörðun að hætta með kvennalið Grindavíkur eftir einungis fimm leiki í deildinni.

 

Eftir stutt stopp hefur Bragi Hinrik Magnússon sagt upp störfum sem þjálfari Grindavíkur stúlkna. 
Bragi vildi ekki tjá sig um ástæðu uppsagnarinnar. Taldi það einungis eiga innan stjórnar KKD Grindavíkur. 

En stelpurnar hafa einungis unnið einn leik í vetur og var það í Lengjubikarnum þegar þær tóku á móti Stjörnunni. 
Þær eiga leik gegn Fjölni í Dalshúsum annað kvöld en þar mun Ellert Magnússon stjórna liðinu. 

Ekki hefur verið ráðinn nýr þjáfari að svo stöddu.