Keflavík – Grindavík í Lengjubikarnum

Ungmennafélag Grindavíkur Körfubolti

Liðin í A-riðli Lengjubikarsins mætast í kvöld í tveimur leikjum.  Grindavík sækir Keflavík heim en Skallagrímur mætir Haukum á Ásvöllum.

Leikur Grindavíkur og Keflavík fer fram í Toyota höllinni klukkan 19:15

Grindavík er efst eftir tvo leiki þar sem þeir unnu bæði Skallagrím og Hauka nokkuð örugglega.  Snæfell, Tindastóll og Þór Þorlákshöfn eru efst í hinum þrem riðlum Lengjubikarsins.

Keflavík byrjaði tímabilið illa en unnu sinn fyrsta leik í Dominosdeildinni gegn KFÍ í síðustu umferð.  Er þetta þriðji leikurinn í haust þar sem Grindavík og Keflavík mætast og hefur Grindavík sigrað í leikjunum hingað til, vonandi að það haldist áfram í kvöld.