Marko Valdimar gerir nýjan samning

Ungmennafélag Grindavíkur Íþróttafréttir

Marko Valdimar Stefánsson verður áfram leikmaður Grindavíkur en hann skrifaði undir samning við félagið til 2014. Marko er 22 ára og getur bæði leikið sem varnarmaður og varnarsinnaður miðjumaður. Hann lék 18 leiki í deildinni í sumar.

Frá þessu er greint á fotbolti.net. Marko Valdimar var kjörinn leikmaður ársins í sumar en Grindavík féll sem kunnugt er úr úrvalsdeildinni.

Mynd: Leikmenn ársins hjá Grindavík 2012, Þórkatla Sif og Marko Valdimar.