Hekla Eik í U20 landsliði Íslands

Ungmennafélag Grindavíkur Körfubolti

U20 leikmannahópurinn fyrir sumarið 2023 er klár en 17 leikmenn hafa verið valdir til að mæta til fyrstu æfinga liðsins síðar í mánuðinum. Grindavík á fulltrúa í hópnum því Hekla Eik Nökkvadóttir var valinn í hópinn að þessu sinni. Einnig er Elísabeth Ýr Ægisdóttir, leikmaður Hauka, í hópnum en hún er uppalin hjá Grindavík. Bryndís Gunnlaugsdóttir er aðstoðarþjálfari í verkefninu.

12 leikmenn verða svo valdar til að keppa á NM og EM í sumar en Norðurlandamótið fer fram í lok júní í Svíþjóð og FIBA EM mótið fer fram í júlí í Rúmeníu. Aðrir leikmenn verða áfram í æfingahóp og til vara ef upp koma meiðsl.

Leikmenn U20 kvenna í sumar:

Agnes María Svansdóttir · Keflavík
Anna Lára Vignisdóttir · Keflavík
Bergdís Lilja Þorsteinsdóttir · Stjarnan
Dagbjört Gyða Hálfdánardóttir · Haukar
Diljá Ögn Lárusdóttir · Stjarnan
Elísabeth Ýr Ægisdóttir · Haukar
Emma Theodórsson · Bucknell, USA
Eva Rún Dagsdóttir · Tindastóll
Eva Wium Elíasdóttir · Þór Akureyri
Hekla Eik Nökkvadóttir · Grindavík
Helena Rafnsdóttir · North Florida, USA
Kristrún Ríkey Ólafsdóttir · Haukar
Lea Gunnarsdóttir · KR
Marín Lind Ágústsdóttir · Arizona Western, USA
Stefanía Tera Hansen · Fjölnir
Tinna Guðrún Alexandersdóttir · Haukar
Vilborg Jónsdóttir · Minot State, USA

Þjálfari: Halldór Karl Þórsson
Aðstoðarþjálfarar: Hallgrímur Brynjólfsson og Bryndís Gunnlaugsdóttir.

Þrír leikmenn voru valdir að auki en þær Krista Gló Magnúsdóttir, Njarðvík, Rebekka Rut Hjálmarsdóttir, ÍR og Emma Sóldís Svan Hjördísardóttir, Haukum, eru meiddar og geta því ekki tekið þátt.