Helgi Sigurðssson lætur af störfum

Ungmennafélag GrindavíkurKnattspyrna

Helgi Sigurðsson hefur látið af störfum sem þjálfari karlaliðs Grindavíkur í knattspyrnu. Knattspyrnudeild Grindavíkur vill koma á framfæri kærum þökkum til Helga fyrir hans framlag og starf hjá félaginu. Óskum við Helga góðs gengis í framtíðinni.

Í kjölfar brotthvarfs Helga Sigurðssonar sem þjálfara Grindavíkur hafa þeir Milan Stefán Jankovic og Benóný Þórhallsson stígið til hliðar sem aðstoðarþjálfarar úr þjálfarateymi Grindavíkur. Jankó mun áfram starfa við þjálfun yngri flokka hjá félaginu ásamt afreksþjálfun.

Þeim er þökkuð störf sín fyrir félagið.

Áfram Grindavík!