Grindavík mætir Stjörnunni í kvöld á gervigrasinu í Garðabæ klukkan 19:15 Er þetta jafnframt síðasti leikur liðsins fyrir stoppið út af Evrópumóti U-21 landsliða karla og hefjast leikar aftur 26.júní. Frábært væri að fara í þetta 20 daga hlé með 3 stig frá Garðabænum og hafa þannig sætaskipti við Stjörnuna og Keflavík. Stjarnan er fyrir leikinn í kvöld með 8 …
Sundmót Sjóarans síkáta
Sundmót Sjóarans síkáta fór fram í sundlaug Grindavíkur á laugardaginn. Þátttaka var góð að þessu sinni en gestir komu frá 7 liðum allstaðar af landinu, meðal annars frá Reyðarfirði. Grindvíkingar unnu stakkasundið sem er eftirsóttasti verðlaunabikarinn á mótinu í fyrsta sinn en hingað til höfum við þurft að horfa á eftir honum fara í reykjanesbæ og kópavog. Haraldur Hjálmarssontók myndir …
Ósigur í Mosfellsbænum
Grindavík náði ekki að tryggja sér fyrstu stig sumarsins þegar þær mættu Aftureldingu á þriðjudaginn. Eftir naumt tap gegn Val og Þór/KA í fyrstu umferðunum var komið að Aftureldingu. Grindavík byrjaði leikinn vel og komst Shaneka í nokkur ágætis færi. Jacqceline T Des Jardin, markvörður Aftureldingu, sá hins vegar við henni. Í hálfleik var staðan 0-0 en heimastúlkur komust …
Styrktargolfmót meistaraflokks kvenna
Hérastubbur bakari og vinir hans kynna golfmót, TEXAS SCRAMBLE STYRKTARMÓT meistaraflokks kvenna í knattspyrnu. Mótið fer fram á Húsatóftavelli 10. júní næstkomandi. Verðlaun verða eftirfarandi: 1.verðlaun 2x Taylor Made Burner Driver verðm. 2 * 70.000 kr.2.verðlaun 2x Fjölskylduárskort í Bláa Lónið 2 * 36.000 kr.3.verðlaun 2x Gjafabréf frá ÚÚ 2 * 25.000 kr. Námundarverðlaun á 8. holu:Grindavíkurtreyja fyrir þann sem á …
Kvennahlaup ÍSÍ
Sjóvá kvennahlaup ÍSÍ fer fram laugardaginn 4.júní. Hlaupið verður frá sundlaug Grindavíkur og byrjar það klukkan 11:00. Þema hlaupsins í ár er “Hreyfing allt lífið”. Með því vill ÍSÍ leggja áherslu á mikilvægi hreyfingar fyrir fólk á öllum aldri. Með daglegri hreyfingu leggjum við grunn að heilbrigðri sál í hraustum líkama og aukum þannig lífsgæði okkar til muna. Þemað endurspeglast …
Óskar Pétursson á EM
Eyjólfur Sverrisson, landsliðsþjálfari U21 karla, hefur tilkynnt hópinn sem mun taka þátt í Evrópumótinu í Danmörku í júní. Óskar Pétursson er einn af þremur markmönnum í hópnum. Baráttan um stöðurnar þrjár hefur verið hörð og hefur Óskar eflaust gulltryggt sér sætið með mjög góðum leik í gær. Óskar sem á að baki einn leik með U-21 og fimm með U-19 hafði …
Bacalaomótið í knattspyrnu á Sjóaranum síkáta
Stjórn knattspyrnudeildar verður með stórmót í knattspyrnu í tengslum við Sjóarann síkáta fyrir fyrrverandi leikmenn, stuðningsmenn, þjálfara, stuðningsmenn og stjórnarmenn. Nú þegar hafa um 80 leikmenn skráð sig en stefnan er sett á 100 manns. Mótið verður á fimmtudeginum (uppstigningardag) 2. júní frá kl. 16-18 á aðalvelli deildarinnar. Hlé verður gert á milli kl. 18:00 19:30 fyrir menn til að fara í …
Fótboltaæfingar fyrir yngstu krakkana
Æfingar í 8. flokki í fótbolta verða á mánudögum og miðvikudögum kl. 16:15-17:15 við Gula húsið í sumar hjá Hófí og Pálmari. Æfingarnar eru fyrir krakka 3.-6 ára (athugið, ekki yngri en 36 mánaða ). 12 æfingar. Síðasta æfingin er 13. júlí. Námskeiðið kostar 5500 kr. Systkinaafsláttur; Tvö systkini 9000 kr, þrjú systkini 11000 kr. Skráning er hafin á síðunni …
8.flokkur í sumar
Mánudaginn 6.júní hefjast æfingar hjá 8.flokki (3-6 ára) Það eru Pálmar og Hófi sem standa fyrir þesusm æfingum og fara þær fram við Gulahúsið. Æfingarnar verða á mánudögum og miðvikudögum frá 16:15-17:15 og verða þetta 12 æfingar. Námskeiðið kostar 5.500 kr og systkinaafsláttur.Skráning er hafin á síðunni okkar en einnig er hægt að senda sms í síma 695-1600
Grindavík 4 -Þór 1
Grindavík og Þór mættust í kvöld í 6.umferð Pepsi deild karla þar sem Grindavík sigraði 4-1 Viðtal við Alexander á mbl.isViðtal við Orra á mbl.isViðtal við Ólaf á fotbolti.netViðtal við Orra á fotbolti.netViðtal við Pál Viðar á fotbolti.netViðtal við Orra á visir.is Bein lýsing á mbl.is Umfjöllun á fotbolti.net Umfjöllun á visir.is Umfjöllun á sport.is Hér fyrir neðan má sjá …