Styrktargolfmót meistaraflokks kvenna

Ungmennafélag GrindavíkurKnattspyrna

Hérastubbur bakari og vinir hans kynna golfmót, TEXAS SCRAMBLE STYRKTARMÓT meistaraflokks kvenna í knattspyrnu.

Mótið fer fram á Húsatóftavelli 10. júní næstkomandi.

Verðlaun verða eftirfarandi:

1.verðlaun 2x Taylor Made Burner Driver verðm. 2 * 70.000 kr.
2.verðlaun 2x Fjölskylduárskort í Bláa Lónið 2 * 36.000 kr.
3.verðlaun 2x Gjafabréf frá ÚÚ 2 * 25.000 kr.

Námundarverðlaun á 8. holu:
Grindavíkurtreyja fyrir þann sem á höggið.
Piparmylla í sárabætur fyrir meðspilarann.

Námundarverðlaun á 13. holu:
Ostakarfa og pennasett fyrir þann sem á höggið.
Pennasett í sárabætur fyrir meðspilarann.

Námundarverðlaun á 17. holu:
Grindavíkurtreyja fyrir þann sem á höggið.
Piparmylla í sárabætur á meðspilarann.
Einnig verða veittir vinningar fyrir óheppnasta parið, besta lúkkið og flottustu innkomuna.
Öllum vinningum fylgir glaðningur frá Vífilfelli.
2* Odyssey Golf White Hot XG pútterar dregnir úr skorkortum.

Þátttökugjald er 5.000 kr.- á mann

En innifalið í gjaldi er teiggjöf ( drykkur + samloka ).
ATH. Við bjóðum uppá CADDY GIRL. Meistaraflokksstelpurnar verða leigðar út sem kylfuberar og kostar ein CADDY GIRL 2.000 kr.- Panta þarf CADDY GIRL fyrir öll holl fyrirfram svo ekki er hægt að lofa að caddy
verði laus sé pantað þegar mætt er til leiks.

Pöntun á CADDY GIRL þarf að senda á netfangið petraros@simnet.is  fyrir kl. 18:00 á fimmtudag.
Aðalstyrktaraðilar þessa móts eru Hérastubbur bakari og vinir hans enda eiga allir í skóginum að vera vinir!

Nánari upplýsingar og skráning í mótið er á www.golf.is undir mótaskrá.
Þökkum kærlega þann stuðning sem þið sýnið stelpunum með þátttöku í mótinu.