Stjarnan-Grindavík í kvöld

Ungmennafélag Grindavíkur Knattspyrna

Grindavík mætir Stjörnunni í kvöld á gervigrasinu í Garðabæ klukkan 19:15

Er þetta jafnframt síðasti leikur liðsins fyrir stoppið út af Evrópumóti U-21 landsliða karla og hefjast leikar aftur 26.júní.

Frábært væri að fara í þetta 20 daga hlé með 3 stig frá Garðabænum og hafa þannig sætaskipti við Stjörnuna og Keflavík.  Stjarnan er fyrir leikinn í kvöld með 8 stig eftir 6 leiki.  Þeir hafa spilað tvo heimaleiki hingað til og gert jafntefli í þeim báðum, fyrst í markalausum leik gegn Víking í annari umferð og svo 1-1 jafntefli við KR.

Liðin áttust við í fyrstu umferðum síðustu tveggja ára í Garðabæ. Í fyrra byrjaði leikurinn illa þegar Auðun Helgason var sendur í sturtu eftir 2 mínútur og sigruðu heimamenn leikinn 4-0.

Árið 2009 sigraði Stjarnan einnig en 2007 áttust liðin við í næst efstu deild þar sem Grindavík sigraði 3-1 með mörkum frá Andra Stein Birgisson og hlaupagikkunum Goran Vujic(með sinn sérstaka hlaupastíl) og Ahoundir Mounir.

Það er því um að gera að fjölmenna í Garðabæinn og hjálpa liðinu að komast í efri hluta deildarinnar fyrir leikjahlé.