Fjórir í æfingahóp körfuboltalandsliðsins

Ungmennafélag Grindavíkur Körfubolti

Peter Öqvist og aðstoðarþjálfarar hans hafa valið sinn fyrsta æfingahóp fyrir Norðurlandamótið í körfubolta sem fram fer í Sundsvall í sumar.

 

Í hópnum er 22 leikmenn og eru fjórir frá Grindavík: Páll Axel Vilbergsson, Ólafur Ólafsson og nýju mennirnir Sigurður Gunnar Þorsteinsson og Jóhann Árni Ólafsson.

Fyrstu æfingarnar fara fram um næstu helgi en hópurinn leggur af stað til Svíþjóðar 20.júlí.

22 manna æfingahópur er samansettur af efirfarandi leikmönnum:
Jakob Sigurðarson, Sundsvall
Hlynur Bæringsson, Sundsvall
Jón Arnór Stefánsson, Granada
Logi Gunnarsson, Solna
Helgi Magnússon, Uppsala
Pavel Ermolinskij, KR
Brynjar Þór Björnsson, KR
Hreggvidur Magnússon, KR
Finnur Atli Magnússon, KR
Jón Orri Kristjánsson, KR
Fannar Ólafsson, KR
Hörður Axel Vilhjálmsson, Keflavík
Jón Ólafur Jónsson, Snæfell
Pálmi Freyr Sigurgeirsson, Snæfell
Emil Jóhannsson, Snæfell
Guðmundur Jónsson, Þór Þorlákshöfn
Sveinbjörn Claessen, ÍR
Sigurður Gunnar Þorsteinsson, Grindavík
Jóhann Árni Ólafsson, Grindavík
Páll Axel Vilbergsson, Grindavík
Ólafur Ólafsson, Grindavík
Fannar Helgason, Stjörnunni