Stjarnan 1 – Grindavík 2

Ungmennafélag Grindavíkur Knattspyrna

Ekki tókst Grindavík að ná sér í stig í 7.umferð Pepsi deild karla í kvöld þegar þeir mættu Stjörnunni í Garðabæ.

Grindavík stillti upp nær óbreyttu liði og sigraði Þór á dögunum. Scotty kom inn fyrir Yacine.

Liðið var því þannig skipað: Óskar. Orri, Ólafur, Ray og Alexander í vörninni.  Á miðjunni Paul, Scotty, Jóhann og Jamie. Frammi Pospisil og Winters. Í seinni hálfleik komu Óli Baldur og Magnús inn fyrir Orra og Winters.

Grindavík byrjaði nokkuð vel. Stjarnan var meira með boltann en okkar menn sköpuðu sér hættulegri færi, flest komu eftir að Alexander og Paul komu boltanum upp hægra meginn.

Það var svo á 28. mínútu þegar heimamenn komust yfir með marki frá Garðari Jóhannssyni.  Strákarnir virtust vera út á þekju næstu mínútur á meðan þeir voru að melta fyrsta markið og stjörnumenn gengu á lagið og sóttu ákaft.  Það var svo 3 mínútum seinna að Halldór Orri skoraði glæsilegt mark úr aukaspyrnu af 25-30 metra færi.    

Jóhann Helgason minnkaði muninn rétt fyrir leikhlé með skalla af stuttu færi.

Í seinni hálfleik héldu Grindavík uppteknum hætti og sóttu meira.  Illa gekk hinsvegar að halda boltanum niðri og langar stungusendingar skiluðu litlu og fór því sem fór.  Ef okkar menn hefðu haldið haus eftir fyrsta markið þá hefði úrslitin verið önnur.

Nú verður gert hlé á Pepsi deildinni út af þáttöku U-21 landsliðsins á Evrópumótinu í Danmörku.  Næsti heimaleikur í deildinni er því 26.júní gegn KR en fyrst tekur Grindavík á móti HK í bikarnum 21.júní.