Stjarnan 1 – Grindavík 2

Ungmennafélag Grindavíkur Knattspyrna

Ekki tókst Grindavík að ná sér í stig í 7.umferð Pepsi deild karla í kvöld þegar þeir mættu Stjörnunni í Garðabæ. Grindavík stillti upp nær óbreyttu liði og sigraði Þór á dögunum. Scotty kom inn fyrir Yacine. Liðið var því þannig skipað: Óskar. Orri, Ólafur, Ray og Alexander í vörninni.  Á miðjunni Paul, Scotty, Jóhann og Jamie. Frammi Pospisil og …

Knattspyrnuskóli Grindavíkur og Lýsis

Ungmennafélag Grindavíkur Knattspyrna

Knattspyrnuskóli UMFG verður starfræktur í sumar eins og undanfarin sumur. Námskeiðin eru opin öllum iðkendum á aldrinum 6-14 ára, bæði piltum og stúlkum. Um er að ræða tvö þriggja vikna námskeið í júní og júlí og eitt tveggja vikna námskeið í ágúst. Á námskeiðinu verður iðkendum skippt upp eftir aldri og getu þannig að allir fái verkefni við sitt hæfi. …

Alexander framlengir til 2014

Ungmennafélag Grindavíkur Knattspyrna

Bakvörðurinn Alexander Magnússon hefur framlengt samning sinn við Grindavík um tvö ár en hann skrifaði undir samning sem gildir út leiktíðina 2014. Alexander hefur leikið 22 leiki með Grindavík í Pepsideild á undanförnum tveimur árum og skorað eitt frægt vítaspyrnumark gegn Þór í síðustu umferð. Hann lék áður með Njarðvík. Alexander er 22ja ára og hefur verið einn allra besti hægri …

Stjarnan-Grindavík í kvöld

Ungmennafélag Grindavíkur Knattspyrna

Grindavík mætir Stjörnunni í kvöld á gervigrasinu í Garðabæ klukkan 19:15 Er þetta jafnframt síðasti leikur liðsins fyrir stoppið út af Evrópumóti U-21 landsliða karla og hefjast leikar aftur 26.júní. Frábært væri að fara í þetta 20 daga hlé með 3 stig frá Garðabænum og hafa þannig sætaskipti við Stjörnuna og Keflavík.  Stjarnan er fyrir leikinn í kvöld með 8 …

Sundmót Sjóarans síkáta

Ungmennafélag Grindavíkur Sund

Sundmót Sjóarans síkáta fór fram í sundlaug Grindavíkur á laugardaginn. Þátttaka var góð að þessu sinni en gestir komu frá 7 liðum allstaðar af landinu, meðal annars frá Reyðarfirði. Grindvíkingar unnu stakkasundið sem er eftirsóttasti verðlaunabikarinn á mótinu í fyrsta sinn en hingað til höfum við þurft að horfa á eftir honum fara í reykjanesbæ og kópavog. Haraldur Hjálmarssontók myndir …

Ósigur í Mosfellsbænum

Ungmennafélag Grindavíkur Knattspyrna

Grindavík náði ekki að tryggja sér fyrstu stig sumarsins þegar þær mættu Aftureldingu á þriðjudaginn. Eftir naumt tap gegn Val og Þór/KA í fyrstu umferðunum var komið að Aftureldingu.  Grindavík byrjaði leikinn vel og komst Shaneka í nokkur ágætis færi.  Jacqceline T Des Jardin, markvörður Aftureldingu, sá hins vegar við henni.   Í hálfleik var staðan 0-0 en heimastúlkur komust …

Styrktargolfmót meistaraflokks kvenna

Ungmennafélag Grindavíkur Knattspyrna

Hérastubbur bakari og vinir hans kynna golfmót, TEXAS SCRAMBLE STYRKTARMÓT meistaraflokks kvenna í knattspyrnu. Mótið fer fram á Húsatóftavelli 10. júní næstkomandi. Verðlaun verða eftirfarandi: 1.verðlaun 2x Taylor Made Burner Driver verðm. 2 * 70.000 kr.2.verðlaun 2x Fjölskylduárskort í Bláa Lónið 2 * 36.000 kr.3.verðlaun 2x Gjafabréf frá ÚÚ 2 * 25.000 kr. Námundarverðlaun á 8. holu:Grindavíkurtreyja fyrir þann sem á …

Kvennahlaup ÍSÍ

Ungmennafélag Grindavíkur UMFG

Sjóvá kvennahlaup ÍSÍ fer fram laugardaginn 4.júní. Hlaupið verður frá sundlaug Grindavíkur og byrjar það klukkan 11:00. Þema hlaupsins í ár er “Hreyfing allt lífið”. Með því vill ÍSÍ leggja áherslu á mikilvægi hreyfingar fyrir fólk á öllum aldri. Með daglegri hreyfingu leggjum við grunn að heilbrigðri sál í hraustum líkama og aukum þannig lífsgæði okkar til muna. Þemað endurspeglast …

Óskar Pétursson á EM

Ungmennafélag Grindavíkur Knattspyrna

Eyjólfur Sverrisson, landsliðsþjálfari U21 karla, hefur tilkynnt hópinn sem mun taka þátt í Evrópumótinu í Danmörku í júní.  Óskar Pétursson er einn af þremur markmönnum í hópnum. Baráttan um stöðurnar þrjár hefur verið hörð og hefur Óskar eflaust gulltryggt sér sætið með mjög góðum leik í gær. Óskar sem á að baki einn leik með U-21 og fimm með U-19 hafði …

Bacalaomótið í knattspyrnu á Sjóaranum síkáta

Ungmennafélag Grindavíkur Knattspyrna

Stjórn knattspyrnudeildar verður með stórmót í knattspyrnu í tengslum við Sjóarann síkáta fyrir fyrrverandi leikmenn, stuðningsmenn, þjálfara, stuðningsmenn og stjórnarmenn. Nú þegar hafa um 80 leikmenn skráð sig en stefnan er sett á 100 manns.  Mótið verður á fimmtudeginum (uppstigningardag) 2. júní frá kl. 16-18 á aðalvelli deildarinnar. Hlé verður gert á milli kl. 18:00 19:30 fyrir menn til að fara í …