37,5 km kl 23

Ungmennafélag Grindavíkur Sund

Nú kl 23 hafa krakkarnir synt 37,5 km og gestir 3,9 km

Stefnan sett á 100 km í sundmaraþoni

Ungmennafélag Grindavíkur Sund

Synt verður á vöktum alla helgina. Það verður mikið um að vera hjá sundfólkinu okkar um helgina, A og B hópar munu synda á vöktum og gista í kjallara sundlaugarinnar. Yngri iðkendur synda að deginum til. Eldri krakkarnir standa fyrir vöfflusölu í anddyri sundlaugarinnar á laugardag kl 11-17 og sunnudag kl 11-14 til fjáröflunar fyrir æfingabúðir erlendis næsta sumar.

Kvennalandsliðið æfði á Grindavíkurvelli

Ungmennafélag Grindavíkur Knattspyrna

„Kvennalandsliðið æfði í gær í Grindavík og voru móttökurnar að hætti heimamanna, höfðinglegar. Eftir æfingu voru stelpurnar allar leystar út með kraftmikilli gjöf, flösku af Lýsi, sem vafalaust á eftir að koma sér vel fyrir leikinn gegn Belgíu í kvöld,” segir á heimasíðu KSÍ í dag. Leikurinn á Laugardalsvelli hefst kl. 19:30 í kvöld en miðasala á Laugardalsvelli hefst kl. …

Grindavík – Njarðvík í dag

Ungmennafélag Grindavíkur Körfubolti

Grindavík tekur á móti Njarðvík í kvöld klukkan 19:15 Leikurinn er liður í Reykjanesmótinu sem fram fer um þessar mundir.  Fyrsti leikur Grindavíkur í mótinu var gegn Stjörnunni 15. sept sem endaði með nokkuð stórum sigri Stjörnunnar 80-56. Þetta er því upplagt tækifæri á að sjá nýju leikmennina þá Jóhann Ólafsson og Sigurð Gunnar Þorsteinsson auk yngri leikmanna sem fá …

Töpuð stig

Ungmennafélag Grindavíkur Knattspyrna

Grindavík tapaði sínum fyrsta leik í átta leikjum í dag þegar FH komu og unnu 3-1 Okkar menn voru langt frá því að sýna sitt rétta andlit í þessum leik.  FH hefur oft komið hingað og sýnt mun betri leik en þeir virtust ekki þurfa að gera mikið til að vinna slappa Grindvíkinga. Fyrsta mark FH skoraði Atli Guðnason þegar …

Grindavík – FH í dag

Ungmennafélag Grindavíkur Knattspyrna

Leikur dagsins á Grindavíkurvelli er Grindavík-FH í 20. umferð Pepsi deild karla. Nær Grindavík áttunda leik sínum í sumar án taps og bætir þar með félagsmetið?  Eitt eða þrjú stig eru allavega mjög mikilvæg sem endra nær.  Stutt er niður í Fram en styttra í 7. sætið þar sem Keflavík, Þór og Breiðablik eru öll bara með eitt stig meira. …

Leik frestað

Ungmennafélag Grindavíkur Knattspyrna

Leik Grindavíkur og FH sem átti að fara fram í dag klukkan 17:00 hefur verið frestað. Þess í stað munu liðin mætast á Grindavíkurvelli á morgun, mánudaginn 19.sept, klukkan 17:00

Áheitasöfnun fyrir maraþonsund til styrktar Garðari Sigurðssyni

Ungmennafélag Grindavíkur Sund

Krakkarnir í sunddeildinni munu um þessa helgi ganga í hús og safna áheitum á maraþonsund sem þreytt verður helgina 23-25 sept Garðar greindist s.l. vor með góðkynja heilaæxli sem er staðsett við talstöðvar heilans og hefur hann verið frá vinnu að undanförnu vegna veikinda sinna. Elstu börn deildarinnar ganga í hús um helgina og safna áheitum sem munu renna óskipt …

Skemmtilegir leikir í dag

Ungmennafélag Grindavíkur Knattspyrna

Grindavík mætir KR á KR-vellinum í dag klukkan 17:15 í 19.umferð Pepsi deild karla.  Karlaliðið í körfubolta á einnig leik í dag gegn Stjörnunni í Reykjanesmótinu. Leikirnir á KR-vellinum hafa oft á tíðum verið hin besta skemmtun og Grindavík hefur gengið ágætlega þar undanfarin 10 ár þó heldur hefur hallað á okkar menn í síðustu leikjum. KR mátti þola tap …

Jón Þór hættir sem þjálfari meistaraflokks kvenna – Leitað að nýjum þjálfara

Ungmennafélag Grindavíkur Knattspyrna

Knattspyrnudeild Grindavíkur og Jón Þór Brandsson þjálfari meistaraflokks kvenna, hafa komist að samkomulagi um að Jón Þór láti af störfum en þetta er gert í fullri sátt.  Knattspyrnudeild þakkar Jóni Þór fyrir gott starf í þágu kvennafótboltans í Grindavík. Þrátt fyrir að Grindavík hafi fallið úr Pepsi-deild kvenna á markatölu er engan bilbug á okkur að finna og að sjálfsögðu …