Grindavík – FH í dag

Ungmennafélag GrindavíkurKnattspyrna

Leikur dagsins á Grindavíkurvelli er Grindavík-FH í 20. umferð Pepsi deild karla.

Nær Grindavík áttunda leik sínum í sumar án taps og bætir þar með félagsmetið?  Eitt eða þrjú stig eru allavega mjög mikilvæg sem endra nær.  Stutt er niður í Fram en styttra í 7. sætið þar sem Keflavík, Þór og Breiðablik eru öll bara með eitt stig meira.  Væri ekki ekki amalegt að enda mótið fyrir ofan Íslandsmeistara fyrra árs, “spútnik” liðsins Þór og síðast en ekki síst Keflavík.

Leikurinn hefst klukkan 17:00 í dag og hvetjum við alla til að mæta og styðja við bakið á strákunum.