Jón Þór hættir sem þjálfari meistaraflokks kvenna – Leitað að nýjum þjálfara

Ungmennafélag Grindavíkur Knattspyrna

Knattspyrnudeild Grindavíkur og Jón Þór Brandsson þjálfari meistaraflokks kvenna, hafa komist að samkomulagi um að Jón Þór láti af störfum en þetta er gert í fullri sátt. 

Knattspyrnudeild þakkar Jóni Þór fyrir gott starf í þágu kvennafótboltans í Grindavík.

Þrátt fyrir að Grindavík hafi fallið úr Pepsi-deild kvenna á markatölu er engan bilbug á okkur að finna og að sjálfsögðu teflum við fram liði í 1. deildinni næsta sumar. Leit að nýjum þjálfara er hafin en þar er aðallega horft til þess að ráða spilandi þjálfara. Reynslumiklir og áhugasamir leikmenn sem hafa áhuga á þjálfun meistaraflokksins eru hvattir til þess að hafa samband við knattspyrnudeildina hið fyrsta.

Stjórn knattspyrnudeildar Grindavíkur
Kvennaráð knattspyrnudeildar