Jón Þór hættir sem þjálfari meistaraflokks kvenna – Leitað að nýjum þjálfara

Ungmennafélag GrindavíkurKnattspyrna

Knattspyrnudeild Grindavíkur og Jón Þór Brandsson þjálfari meistaraflokks kvenna, hafa komist að samkomulagi um að Jón Þór láti af störfum en þetta er gert í fullri sátt. 

Knattspyrnudeild þakkar Jóni Þór fyrir gott starf í þágu kvennafótboltans í Grindavík.

Þrátt fyrir að Grindavík hafi fallið úr Pepsi-deild kvenna á markatölu er engan bilbug á okkur að finna og að sjálfsögðu teflum við fram liði í 1. deildinni næsta sumar. Leit að nýjum þjálfara er hafin en þar er aðallega horft til þess að ráða spilandi þjálfara. Reynslumiklir og áhugasamir leikmenn sem hafa áhuga á þjálfun meistaraflokksins eru hvattir til þess að hafa samband við knattspyrnudeildina hið fyrsta.

Stjórn knattspyrnudeildar Grindavíkur
Kvennaráð knattspyrnudeildar