Kvennalandsliðið æfði á Grindavíkurvelli

Ungmennafélag Grindavíkur Knattspyrna

„Kvennalandsliðið æfði í gær í Grindavík og voru móttökurnar að hætti heimamanna, höfðinglegar. Eftir æfingu voru stelpurnar allar leystar út með kraftmikilli gjöf, flösku af Lýsi, sem vafalaust á eftir að koma sér vel fyrir leikinn gegn Belgíu í kvöld,” segir á heimasíðu KSÍ í dag.

Leikurinn á Laugardalsvelli hefst kl. 19:30 í kvöld en miðasala á Laugardalsvelli hefst kl. 16:00. Einnig er hægt að kaupa miða á www.midi.is og kostar 1.000 krónur fyrir fullorðna en frítt er inn fyrir 16 ára og yngri.

Mynd: KSÍ. Tekin af kvennalandsliðinu fyrir utan Gula húsið.