Áheitasöfnun fyrir maraþonsund til styrktar Garðari Sigurðssyni

Ungmennafélag Grindavíkur Sund

Krakkarnir í sunddeildinni munu um þessa helgi ganga í hús og safna áheitum á maraþonsund sem þreytt verður helgina 23-25 sept

Garðar greindist s.l. vor með góðkynja heilaæxli sem er staðsett við talstöðvar heilans og hefur hann verið frá vinnu að undanförnu vegna veikinda sinna.

Elstu börn deildarinnar ganga í hús um helgina og safna áheitum sem munu renna óskipt til Garðars.