Stefnan sett á 100 km í sundmaraþoni

Ungmennafélag GrindavíkurSund

Synt verður á vöktum alla helgina.

Það verður mikið um að vera hjá sundfólkinu okkar um helgina, A og B hópar munu synda á vöktum og gista í kjallara sundlaugarinnar. Yngri iðkendur synda að deginum til. Eldri krakkarnir standa fyrir vöfflusölu í anddyri sundlaugarinnar á laugardag kl 11-17 og sunnudag kl 11-14 til fjáröflunar fyrir æfingabúðir erlendis næsta sumar.