Grindvíkingar fjölmennir í liði ársins

KnattspyrnaKnattspyrna

Grindavík á þrjá fulltrúa í liði ársins í 2. deild kvenna sem tilkynnt var í dag. Birgitta Hallgrímsdóttir, Veronica Smeltzer og Þorbjörg Jóna Garðarsdóttir voru valdar í lið ársins. Það er fótbolti .net sem stendur að valinu. Ray Anthony Jónsson var valinn þjálfari ársins í deildinni: „Ray var að ljúka sínu þriðja tímabili sem þjálfari Grindavíkur. Hann gerði vel með …

Nemanja áfram í herbúðum Grindavíkur

KnattspyrnaKnattspyrna

Varnar- og miðjumaðurinn Nemanja Latinovic hefur gert nýjan tveggja ára samning við Grindavík. Nemó, sem er 25 ára gamall, er uppalinn leikmaður hjá Grindavík, fjölhæfur og getur leyst margar stöður í vörn og á miðju. Nemó hefur leikið allan sinn feril hjá Grindavík og alls leikið 41 leik í deild og bikar með félaginu og skorað 2 mörk. „Það er …

Æfingar hjá UMFG hjá börnum og ungmennum hefjast á ný 18. nóvember

Ungmennafélag GrindavíkurUMFG

Íþróttastarf barna og ungmenna verður heimilað á ný, með og án snertingar, frá 18. nóvember næstkomandi skv. minnisblaði sóttvarnarlæknis. Þetta þýðir að æfingar hjá UMFG hefjast á ný næstkomandi miðvikudag. Æfingar fullorðinna munu áfram liggja niðri til 2. desember. Ungmennafélag Grindavíkur fagnar því að geta tekið á móti okkar iðkendum aftur. Dagskrá æfinga er skv. æfingatöflu sem er einnig í …

Aron Dagur til liðs við Grindavík

KnattspyrnaKnattspyrna

Markvörðurinn Aron Dagur Birnuson er genginn til liðs við Grindavík og hefur skrifað undir samning við félagið til næstu tveggja ára. Aron Dagur er 21 árs og kemur til liðsins frá KA þar sem hann hefur leikið upp alla yngri flokka. Aron Dagur hefur leikið 46 leiki í deild og bikar á ferli sínum með KA og á láni hjá …

Sigurjón framlengir við Grindavík til tveggja ára

KnattspyrnaKnattspyrna

Varnarmaðurinn Sigurjón Rúnarsson hefur skrifað undir nýjan samning við Grindavík og mun leika áfram með liðinu næstu tvö keppnistímabil. Sigurjón er tvítugur og lék 19 leiki með Grindavík í deild og bikar í ár. Hann skoraði jafnframt tvö mörk í sumar. Sigurjón hefur þrátt fyrir ungan aldur fest sig í sessi sem einn af lykilleikmönnum Grindavíkur og leikur í hjarta …

Marinó Axel áfram hjá Grindavík

KnattspyrnaKnattspyrna

Marinó Axel Helgason hefur skrifað undir nýjan samning við Grindavík sem gildir til út keppnistímbilið 2022. Marinó er uppalinn hjá félaginu og hefur verið einn af lykilmönnum liðsins undanfarin ár. Hann leikur í hægri bakverði á 88 leiki með Grindavík í deild og bikar, og hefur skorað eitt mark. „Ég er afar glaður með að hafa skrifað undir nýjan samning …

Ray hættir með kvennalið Grindavíkur

KnattspyrnaKnattspyrna

Ray Anthony Jónsson hefur látið af störfum sem þjálfari meistaraflokks kvenna hjá Grindavík. Liðið sigraði á dögunum 2. deild kvenna og leikur því í Lengjudeildinni næsta sumar. Ray hefur þjálfað kvennalið Grindavíkur undanfarin þrjú keppnistímbil og hættir þjálfun liðsins að eigin ósk. „Árangur liðsins í sumar var mjög góður og markmið sumarsins náðits – að komast upp í Lengjudeildina á …

UMFG og CF Grindavík koma Grindvíkingum í samkomuform!

Ungmennafélag GrindavíkurUMFG

Ungmennafélag Grindavík og Crossfit Grindavík hafa sameinað krafta sína í að halda Grindvíkingum, ungum sem öldnum, á hreyfingu í kórónuveiru faraldrinum – að koma öllum í sannkallað Samkomuform. Í ljósi hertra sóttvarnarlaga þá liggur allt íþróttastarf hjá UMFG niðri til 17. nóvember og því þarf að fara aðrar leiðir til að stunda íþróttir og almenna hreyfingu. Næstu vikurnar munu þjáfarar …

Íþróttastarf fellur niður og sundlaugar loka til 17. nóvember

Ungmennafélag GrindavíkurUMFG

Allt íþróttastarf Ungmennafélags Grindavíkur mun leggjast af næstu 2-3 vikurnar eða til 17. nóvember, samkvæmt nýjum hertum sóttvarnaráðstöfunum sem taka gildi á miðnætti í kvöld. Til viðbótar þrengjast fjöldatakmarkanir úr 20 manns í 10. Einungis börn fædd 2015 og yngri eru undanþegin 2 metra reglu og grímuskyldu. Ríkisstjórnin gerði grein fyrir hertum sóttvarnareglum í dag sem byggja að stórum hluta …

Leikskólahópar fara af stað á ný

Ungmennafélag GrindavíkurUMFG

Leikskólahópar hjá deildum UMFG munu fara af stað á nýjan leik í þessari viku. Tímar hjá þessum hópum hafa legið niðri vegna Covid19 að undanförnu en æfingar hefjast að nýju í vikunni. Forsendan fyrir því að þessar æfingar geti farið fram er sú að foreldrar taki ekki þátt í æfingum barna. Einnig verður grímuskylda hjá foreldrum sem koma með börn …