Grindvíkingar fjölmennir í liði ársins

Knattspyrna Knattspyrna

Grindavík á þrjá fulltrúa í liði ársins í 2. deild kvenna sem tilkynnt var í dag. Birgitta Hallgrímsdóttir, Veronica Smeltzer og Þorbjörg Jóna Garðarsdóttir voru valdar í lið ársins. Það er fótbolti .net sem stendur að valinu.

Ray Anthony Jónsson var valinn þjálfari ársins í deildinni: “Ray var að ljúka sínu þriðja tímabili sem þjálfari Grindavíkur. Hann gerði vel með ungan leikmannahóp í sumar. Liðið spilaði góðan og markvissan fótbolta og náði markmiði sínu um að komast aftur upp í Lengjudeildina.”

Guðný Eva Birgisdóttir og Una Rós Unnarsdóttir eru á bekknum í liði ársins.

Við óskum þeim hjartanlega til hamingju með útnefninguna. Grindavík fagnaði deildarmeistaratitli í 2. deild kvenna og stóðu stelpurnar sig frábærlega í sumar.

Lesa má nánar um lið ársins hér

Til hamingju – Áfram Grindavík!