Marinó Axel áfram hjá Grindavík

Knattspyrna Knattspyrna

Marinó Axel Helgason hefur skrifað undir nýjan samning við Grindavík sem gildir til út keppnistímbilið 2022.

Marinó er uppalinn hjá félaginu og hefur verið einn af lykilmönnum liðsins undanfarin ár. Hann leikur í hægri bakverði á 88 leiki með Grindavík í deild og bikar, og hefur skorað eitt mark.

„Ég er afar glaður með að hafa skrifað undir nýjan samning við mitt uppeldisfélag. Það er virkilega góður andi innan liðsins og metnaður til að gera betur en í sumar. Það var alltaf fyrsti kostur að vera áfram hjá Grindavík og ég er mjög bjartsýnn fyrir hönd klúbbsins,“ segir Marinó Axel.

Knattspyrnudeild Grindavíkur fagnar því að einn af lykilmönnum liðsins hafi ákveðið að vera áfram hjá liðinu og taka slaginn í Lengjudeildinni á næstu leiktíð. Markmiðið er sannarlega að vera í toppbaráttunni á næstu leiktíð og berjast við að komast upp í efstu deild. Áframhaldandi vera Marinós hjá Grindavík er því mikið fagnaðarefni!

Áfram Grindavík!

Marinó Axel Helgason og Gunnar Már Gunnarsson, formaður knattspyrnudeildar Grindavíkur.