Æfingar hjá UMFG hjá börnum og ungmennum hefjast á ný 18. nóvember

Ungmennafélag GrindavíkurUMFG

Íþróttastarf barna og ungmenna verður heimilað á ný, með og án snertingar, frá 18. nóvember næstkomandi skv. minnisblaði sóttvarnarlæknis. Þetta þýðir að æfingar hjá UMFG hefjast á ný næstkomandi miðvikudag.

Æfingar fullorðinna munu áfram liggja niðri til 2. desember.

Ungmennafélag Grindavíkur fagnar því að geta tekið á móti okkar iðkendum aftur. Dagskrá æfinga er skv. æfingatöflu sem er einnig í Sportabler.

Minnisblað sóttvarnalæknis 

Viðbót sóttvarnalæknis við minnisblaðið