Ray hættir með kvennalið Grindavíkur

Knattspyrna Knattspyrna

Ray Anthony Jónsson hefur látið af störfum sem þjálfari meistaraflokks kvenna hjá Grindavík. Liðið sigraði á dögunum 2. deild kvenna og leikur því í Lengjudeildinni næsta sumar.

Ray hefur þjálfað kvennalið Grindavíkur undanfarin þrjú keppnistímbil og hættir þjálfun liðsins að eigin ósk.

„Árangur liðsins í sumar var mjög góður og markmið sumarsins náðits – að komast upp í Lengjudeildina á ný. Jákvæð uppbygging hefur verið hjá liðinu í sumar og margir ungir leikmenn sem hafa bætt sig mikið undir stjórn Ray í sumar. Við viljum þakka Ray kærlega fyrir sitt framlag til kvennaknattspyrnunnar undanfarin þrjú ár og óskum honum velfarnaðar í þeim verkefnum sem hann tekur sér fyrir hendur,“ segir Petra Rós Ólafsdóttir, formaður kvennaráðs knattspyrnudeildar Grindavíkur.

Ray Anthony er einn leikjahæsti leikmaður í sögu Grindavíkur í knattspyrnu en á ferli sínum lék hann 266 keppnisleiki og skoraði 15 mörk. Hann á einnig landsleiki með U21 árs landsliði Íslands og nokkra landsleiki með landsliðið Filipseyja.

Leit að nýjum þjálfara kvennaliðs Grindavíkur er hafin.