Leikskólahópar fara af stað á ný

Ungmennafélag GrindavíkurUMFG

Leikskólahópar hjá deildum UMFG munu fara af stað á nýjan leik í þessari viku. Tímar hjá þessum hópum hafa legið niðri vegna Covid19 að undanförnu en æfingar hefjast að nýju í vikunni.

Forsendan fyrir því að þessar æfingar geti farið fram er sú að foreldrar taki ekki þátt í æfingum barna. Einnig verður grímuskylda hjá foreldrum sem koma með börn á æfingu eða sækja þau eftir að æfingu lýkur. Við viljum biðja forráðamenn um að virða þessi tilmæli og taka þátt í að tryggja öryggi iðkenda, þjálfara, annarra foreldra og starfsfólks íþróttahúss.

Eftirfarandi tímar eru framundan í vikunni hjá börnum á leikskólaaldri:
Knattspyrna – 8. flokkur: Fimmtudag kl. 16:50
Körfubolti – Leikskólahópur: Miðvikudag kl.17:10
Sund – Leikskólahópur 1: 16:10, Leikskólahópur 2: 16:50

Athygli er vakin á því að nýtt sundnámskeið fyrir börn á leikskólaaldri mun hefjast í næstu viku og verður skráning auglýst sérstaklega síðar í vikunni.

Hlé verður áfram í Íþróttaskóla UMFG. Þar er gert ráð fyrir þátttöku foreldra og því ekki hægt að halda úti þeim æfingum að svo stöddu.