Pílukastarinn Matthías Örn Friðriksson og körfuknattleikskonan Hekla Eik Nökkvadóttir voru í dag útnefnd íþróttakarl og íþróttakona Grindavíkur árið 2021. A lið Pílufélags Grindavíkur var útnefnt lið Grindavíkur 2021 og körfuknattleiksþjálfarinn Ólöf Helga Pálsdóttir þjálfari Grindavíkur 2021. Ungmennafélag Grindavíkur óskar verðlaunahöfum til hamingju með árangurinn á árinu! Matthías Örn Friðriksson, íþróttakarl Grindavíkur 2021 Matthías Örn Friðriksson varð á árinu íslandsmeistari í …
Bláa Lónið styður við UMFG
Núna á aðventunni veitti Bláa Lónið íþróttafélögum á Suðurnesjunum styrki sem er ætlað að styðja við uppbyggingu barna- og unglingastarfs á svæðinu. Andvirði styrkjanna er rétt um sjö milljónir króna og eru þeir ellefu talsins. Ungmennafélag Grindavíkur og Körfuknattleiksdeild Grindavíkur hljóta styrka að þessu sinni frá Bláa Lóninu. „Það er afar ánægjulegt fyrir Bláa Lónið að geta nú stutt aftur …
„Maður missir sig stundum“
Gylfi á Papas er grjótharður stuðningsmaður Grindavíkur í körfu Gylfi Arnar Ísleifsson eða Gylfi á Papas er eitilharður stuðningsmaður Grindavíkur og hefur verið um árabil. Hann situr yfirleitt efst í stúkunni í sínu sæti í HS Orku Höllinni. Hann sendir vissulega dómurum sneiðar af og til í leikjum en er allur að róast, að eigin sögn. Gylfi tengist körfunni í …
Alexandra Eva skiptir yfir í Grindavík
Bakvörðurinn Alexandra Eva Sverrisdóttir hefur skrifað undir samning við Grindavík og mun leika með félaginu út leiktíðina. Alexandra skiptir yfir í Grindavík frá Stjörnunni þar sem hún lék á síðustu leiktíð. Þar var hún með 15,9 stig í leik í 1. deild kvenna. Alexandra, sem er tvítug að aldri, ólst upp hjá Njarðvík en hefur einnig leikið með KR á …
„Við erum að bæta okkur mikið sem lið“
Arna Sif Elíasdóttir er fædd árið 2001 sem gerir hana eina af elstu leikmönnum liðsins. Það segir kannski margt um það hversu ungur hópurinn okkar í Subway-deildinni er í vetur þegar tvítugur leikmaður er ein af öldungum hópsins. Arna er uppalin hjá félaginu, miðherji á pappírunum en hikar ekki við að láta þristunum rigna þegar hún kemst í opin færi. …
„Þeir þora og skora”
Sagan á bakvið eitt besta stuðningsmannalag allra tíma Grein eftir Siggeir F. Ævarsson Að búa til gott stuðningsmannalag er mikil kúnst. Margir hafa spreytt sig á þessu verkefni í gegnum tíðina en fá lög, á landsvísu hreinlega, hafa fest sig jafn rækilega í sessi og lagið okkar, Og þeir skora. Greinarhöfundur var 11 ára þegar fyrri gullöld körfuboltans í Grindavík …
„Við erum í dauðafæri til að halda Grindavík áfram í fremstu röð sem íþróttabæ“
Nokkur tímamót urðu núna í sumar þegar Kjartan Friðrik Adólfsson lét af störfum sem formaður unglingaráðs körfuknattleiksdeildar Grindavíkur eftir 10 ára starf þar fyrir félagið. Smári Jökull Jónsson tók við formennsku á þessum tímamótum og tekur við góðu búi af Kjartani sem hafði starfað í unglingaráði ásamt nokkuð samhentum hópi á undanförnum árum. Við fengum Kjartan í spjall á þessum …
Formannspistill: „Förum jákvæð inn í veturinn“
Kæru Grindvíkingar, Það að ég sé að rita nýjan formannspistil þýðir það að ný Leikjaskrá er á leið í loftið. Ég ætlaði reyndar að vera löngu búinn að skrifa þennan pistil en þetta er líklega í þriðja sinn sem ég byrja á því að skrifa hann. Í millitíðinni hafa orðið töluverðar breytingar á hópnum hjá okkur. Sem dæmi fór Dagur …
Stúka og tækjabúnaður í nýtt íþróttahús
Körfuknattleiksdeild Grindavíkur mun leika heimaleiki sína í nýja íþróttahúsinu frá og með næsta hausti. Í fjárhagsáætlun bæjarstjórnar Grindavíkur fyrir árið 2022 er gert ráð fyrir fjárfestingu á nýrri stúku í okkar nýja og glæsilega íþróttahús ásamt fjárfestingu í nýjum tækjabúnaði, samanber nýrri stigatöflu og skotklukkum. Þetta eru frábærar fréttir fyrir körfuknattleik í Grindavík en núverandi keppnishús er orðið of lítið. …
Leikjaskrá Körfuknattleiksdeildar Grindavíkur kemur út eftir helgi
Glæný leikjaskrá Körfuknattleiksdeildar Grindavíkur er farin í prent og kemur út á fljótlega í næstu viku. Um er að ræða skemmtilegt blað um körfuboltann í Grindavík, kynning á leikmönnum liðsins ásamt viðtölum við ýmsa aðila sem tengjast körfuboltanum í Grindavík. Blaðið verður borið út í öll hús í Grindavík um miðja næstu viku. Við viljum þakka þeim fjölmörgu aðilum sem …